Innlent

Óléttur fíkill á götunni

Eva Rut er tuttugu og fjögurra ára gömul, hún er ólétt og hefur verið í fíkniefnum frá þrettán ára aldri. Hún neytti fíkniefna fram á tuttugustu viku meðgöngunnar, þegar hún komst að því að hún væri þunguð.

Nú er hún komin tuttugu og fjórar vikur á leið, en er á leiðinni á götuna á morgun og hefur hvorki sofið né borðað í meira en einn og hálfan sólarhring.

Sölvi Tryggvason, fréttamaður Íslands í dag, hitti Evu Rut síðdegis fyrir utan gistiheimili í Bolholti, þar sem hún býr þangað til á morgun, þá verður hún á götunni.

Ísland í dag heldue áfram að fylgjast með þrautagöngu Evu Rutar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×