Innlent

Fyrstu trén gróðursett á Geitasandi

Kolviðarsjóðurinn settur á fót í síðastliðnum mánuði.
Kolviðarsjóðurinn settur á fót í síðastliðnum mánuði. MYND/Stöð 2

Fyrstu trén í svokölluðum Kolviðarskógi voru gróðursett á Geitasandi í dag. Skógurinn er hluti af Kolviðarsjóðsverkefninu sem miðar að því að binda kolefni úr andrúmsloftinu og vinna þannig gegn loftlagsbreytingum í heiminum.

Fram kemur í tilkynningu frá Kolviði að þær góðu móttökur sem sjóðurinn hafi fengið ásamt stuðningi öflugra fyrirtækja og vaxandi áhuga almennings á verkefninu hafi gefið tilefni til þess að láta verkin tala. Skógræktarfélag Rangæinga mun hafa umsjón með skógræktinni á Geitasandi en Kolviður áætlar í þessari fyrstu lotu að gróðursetja um 50 þúsund plöntur.

Á svæðinu verða notaðar allt að sex trjátegundir en með þeim hætti verður skógurinn fjölbreyttur að gerð. Fjölbreytt tegundasamsetning mun jafnframt auka útivistargildi svæðisins auk þess sem skógvistkerfið verður betur í stakk búið að standast áföll af völdum veðurs eða skordýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×