Innlent

Meira atvinnuleysi meðal kvenna

Atvinnuleysi mest meðal kvenna á Suðurnesjum.
Atvinnuleysi mest meðal kvenna á Suðurnesjum. MYND/365

Atvinnuleysi á landinu mældist 1,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnuleysi mældist meira hjá konum en körlum.

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar fækkað atvinnulausum um 107 að jafnaði milli mánaðanna apríl og maí. Atvinnuleysi nú er einni mun minna en á sama tíma í fyrra þegar það var 1,3 prósent.

Atvinnuleysi var mest meðal kvenna á landsbyggðinni eða um 2 prósent að meðaltali og þá mest á Suðurnesjum eða um 4 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu mældist atvinnuleysi kvenna 1,1 prósent.

Atvinnuleysi karla var hins vegar 0,8 prósent bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×