Vaxandi álútflutningur stuðlar að auknum stöðugleika 31. maí 2007 06:00 Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og einsett sér að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðtækt jafnvægi á sem flestum sviðum er best til þess fallið að tryggja langvarandi hagvöxt og viðunandi starfsskilyrði fyrirtækja en um leið kaupmátt launafólks. Af einhverjum ástæðum vilja sumir skrifa það ójafnvægi, sem hér ríkir, á reikning ál- og orkuiðnaðar. Það á ekki við haldbær rök að styðjast. Þar vega aðrir þættir þyngra, aðallega breytingar á fasteignamarkaði, vaxandi einkaneysla, mikil samneysla og lækkun skatta. Vissulega hafa byggingaframkvæmdir við ál- og orkuver í för með sér viðskiptahalla meðan á þeim stendur þar sem flytja þarf inn mikið af fjárfestingarvörum. Sá halli er hins vegar ekki vandamál þegar horft er til þess að árlega mun áliðnaðurinn flytja út verðmæti fyrir hundruð milljarða næstu áratugina. Sá útflutningur hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð. Í þessu sambandi er oft talað um góðkynja viðskiptahalla þegar hann stafar af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja. Árið 2006 var ál flutt út fyrir ríflega 61 milljarð króna. Reiknað er með að útflutningurinn aukist um 75% á þessu ári og um 50% á því næsta og verði þá um 143 milljarðar. Þessi aukning er vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga og starfsemi Alcoa Fjarðaáls. Í fyrra nam álútflutningur 23,5% af heildarverðmæti vöruútflutnings en hlutfallið mun hækka í 35% á þessu ári og 41% á því næsta. Vegna vaxandi vægis álútflutnings breikkar útflutningsgrunnur þjóðarbúsins og hvílir á fleiri sterkari stoðum en áður. Sá tímabundni viðskiptahalli, sem skapast vegna uppbyggingar ál- og orkuiðnaðar, er því síður en svo vandamál. Þvert á móti mun aukinn álútflutningur stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinna þannig með efnahagsmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og einsett sér að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðtækt jafnvægi á sem flestum sviðum er best til þess fallið að tryggja langvarandi hagvöxt og viðunandi starfsskilyrði fyrirtækja en um leið kaupmátt launafólks. Af einhverjum ástæðum vilja sumir skrifa það ójafnvægi, sem hér ríkir, á reikning ál- og orkuiðnaðar. Það á ekki við haldbær rök að styðjast. Þar vega aðrir þættir þyngra, aðallega breytingar á fasteignamarkaði, vaxandi einkaneysla, mikil samneysla og lækkun skatta. Vissulega hafa byggingaframkvæmdir við ál- og orkuver í för með sér viðskiptahalla meðan á þeim stendur þar sem flytja þarf inn mikið af fjárfestingarvörum. Sá halli er hins vegar ekki vandamál þegar horft er til þess að árlega mun áliðnaðurinn flytja út verðmæti fyrir hundruð milljarða næstu áratugina. Sá útflutningur hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð. Í þessu sambandi er oft talað um góðkynja viðskiptahalla þegar hann stafar af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja. Árið 2006 var ál flutt út fyrir ríflega 61 milljarð króna. Reiknað er með að útflutningurinn aukist um 75% á þessu ári og um 50% á því næsta og verði þá um 143 milljarðar. Þessi aukning er vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga og starfsemi Alcoa Fjarðaáls. Í fyrra nam álútflutningur 23,5% af heildarverðmæti vöruútflutnings en hlutfallið mun hækka í 35% á þessu ári og 41% á því næsta. Vegna vaxandi vægis álútflutnings breikkar útflutningsgrunnur þjóðarbúsins og hvílir á fleiri sterkari stoðum en áður. Sá tímabundni viðskiptahalli, sem skapast vegna uppbyggingar ál- og orkuiðnaðar, er því síður en svo vandamál. Þvert á móti mun aukinn álútflutningur stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og vinna þannig með efnahagsmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar