Bauð Robbie Williams upp á ís 13. maí 2007 12:00 Sigurður Pétursson bauð Robbie Williams upp á ís án þess að vita hver hann væri. Í staðinn bauð poppstjarnan honum og konu hans á tónleika með sér. Þessi mynd er tekin á tónleikunum. „Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Málavextir voru þeir að Sigurður sat á kaffihúsi og skaust yfir á vídeóleigu í nágrenninu til að kaupa sér sígarettur. Þar voru fyrir fjórir breskir karlmenn sem voru ekki með danska peninga til að greiða fyrir ís sem þeir höfðu keypt sér og bresk kreditkort þeirra voru ekki tekin gild. Í stað þess að bíða eftir að þeir hlypu út í hraðbanka ákvað Sigurður að borga fyrir þá. „Já, hann var eitthvað fljótur á sér að byrja á ísnum. Ég bauðst bara til að borga svo ég kæmist strax aftur á kaffihúsið,“ segir Sigurður sem fattaði ekki í fyrstu hvern hann hafði verið að borga fyrir. „Það tók mig nú smá tíma að kveikja á því að þetta væri hann, það voru eiginlega tattúin sem komu upp um hann,“ segir Sigurður um kynni sín af Robbie. Eftir að Sigurður kom út úr vídeóleigunni kölluðu mennirnir á hann og buðu honum að setjast inn í bíl sín. Robbie í öllu sínu veldi Þessi ágæti herramaður var ánægður með Sigurð Ágúst og bauð honum og konu hans á tónleika með sér. „Við röbbuðum aðeins saman og svo bauð hann mér og konunni á tónleika sem hann var að fara að halda nokkrum dögum seinna. Þar vorum við sett í VIP-stúkuna og skemmtum okkur vel,“ segir Sigurður sem segist ekki hafa getað talist til aðdáenda Robbie Williams. Að minnsta kosti ekki þangað til þetta gerðist. Danskir fjölmiðlar sýndu þessum atburði talsverðan áhuga og fjölluðu um þennan miskunnsama samverja sem kom Robbie til bjargar. Í umfjöllun þeirra kom þó ætíð fram að um danskan karlmann hefði verið að ræða og Sigurður var sáttur við það. „Ég hef engan áhuga á því að trana mér fram svo ég var ekkert að leiðrétta það,“ segir Sigurður sem nú er fluttur heim og hefur komið sér fyrir á Selfossi. Þar rekur hann fyrirtækið Rafhönnun og ráðgjöf, í félagi við annan mann, og unir sér vel. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
„Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Málavextir voru þeir að Sigurður sat á kaffihúsi og skaust yfir á vídeóleigu í nágrenninu til að kaupa sér sígarettur. Þar voru fyrir fjórir breskir karlmenn sem voru ekki með danska peninga til að greiða fyrir ís sem þeir höfðu keypt sér og bresk kreditkort þeirra voru ekki tekin gild. Í stað þess að bíða eftir að þeir hlypu út í hraðbanka ákvað Sigurður að borga fyrir þá. „Já, hann var eitthvað fljótur á sér að byrja á ísnum. Ég bauðst bara til að borga svo ég kæmist strax aftur á kaffihúsið,“ segir Sigurður sem fattaði ekki í fyrstu hvern hann hafði verið að borga fyrir. „Það tók mig nú smá tíma að kveikja á því að þetta væri hann, það voru eiginlega tattúin sem komu upp um hann,“ segir Sigurður um kynni sín af Robbie. Eftir að Sigurður kom út úr vídeóleigunni kölluðu mennirnir á hann og buðu honum að setjast inn í bíl sín. Robbie í öllu sínu veldi Þessi ágæti herramaður var ánægður með Sigurð Ágúst og bauð honum og konu hans á tónleika með sér. „Við röbbuðum aðeins saman og svo bauð hann mér og konunni á tónleika sem hann var að fara að halda nokkrum dögum seinna. Þar vorum við sett í VIP-stúkuna og skemmtum okkur vel,“ segir Sigurður sem segist ekki hafa getað talist til aðdáenda Robbie Williams. Að minnsta kosti ekki þangað til þetta gerðist. Danskir fjölmiðlar sýndu þessum atburði talsverðan áhuga og fjölluðu um þennan miskunnsama samverja sem kom Robbie til bjargar. Í umfjöllun þeirra kom þó ætíð fram að um danskan karlmann hefði verið að ræða og Sigurður var sáttur við það. „Ég hef engan áhuga á því að trana mér fram svo ég var ekkert að leiðrétta það,“ segir Sigurður sem nú er fluttur heim og hefur komið sér fyrir á Selfossi. Þar rekur hann fyrirtækið Rafhönnun og ráðgjöf, í félagi við annan mann, og unir sér vel.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira