Dreymir um að reka eigið hótel 9. maí 2007 09:45 Rafn Þórisson fagnaði sigri í fyrstu atrennu á Íslandsmóti barþjóna síðastliðinn sunnudag. MYND/GVA Rafn Þórisson fagnaði sigri á Íslandsmóti barþjóna sem haldið var á Hótel Nordica síðastliðið sunnudagskvöld. Alls kepptu þrettán barþjónar en Rafn stóð uppi sem sigurvegari með drykknum Toppi sem samanstendur af gini, ferskjulíkjör, þurru Martini og ástaraldinssírópi. Rafn var leystur út með glæsilegum vinningum en hann verður einnig fulltrúi okkar Íslendinga á heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Taívan í nóvember. Rafn var á fullu við að búa sig undir sveinspróf í framreiðslu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var að fara yfir sígildu drykkina. „Það er nú reyndar ekki mikið pantað af þeim um þessar mundir en það væri hálf glatað að vera Íslandsmeistari og geta ekki blandað Bloody Mary ef um það væri beðið,“ segir Rafn en þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í þessu móti. „Ég fékk góða hjálp og góða kennslu,“ svarar Íslandsmeistarinn þegar hann er inntur eftir því hver sé lykillinn að titlinum. Rafn byrjaði snemma að blanda drykki ofan í þyrsta gesti Eddu-hótelanna og fór í kjölfarið að læra til þjóns. Hann vinnur samfara náminu á Hótel Nordica en segir hugann stefna í hótelrekstur. „Það var eiginlega það sem rak mig út í þetta í fyrstu, draumurinn um að reka mitt eigið hótel,“ segir Rafn og víst er að þessi titill skemmir ekki fyrir. „Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum,“ bætir hann við. Og þótt Rafn starfi á fínu hóteli þá kemur það fyrir um hverja helgi að honum berst óvenjuleg bón. „Ég var einu sinni beðinn um einn einfaldan Angustora bitter en það er ráðlagt að nota einn dropa af því í drykkina. Ég vísaði bóninni bara á bug enda hefði magi viðkomandi bara farið á hvolf.“ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Rafn Þórisson fagnaði sigri á Íslandsmóti barþjóna sem haldið var á Hótel Nordica síðastliðið sunnudagskvöld. Alls kepptu þrettán barþjónar en Rafn stóð uppi sem sigurvegari með drykknum Toppi sem samanstendur af gini, ferskjulíkjör, þurru Martini og ástaraldinssírópi. Rafn var leystur út með glæsilegum vinningum en hann verður einnig fulltrúi okkar Íslendinga á heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Taívan í nóvember. Rafn var á fullu við að búa sig undir sveinspróf í framreiðslu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var að fara yfir sígildu drykkina. „Það er nú reyndar ekki mikið pantað af þeim um þessar mundir en það væri hálf glatað að vera Íslandsmeistari og geta ekki blandað Bloody Mary ef um það væri beðið,“ segir Rafn en þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í þessu móti. „Ég fékk góða hjálp og góða kennslu,“ svarar Íslandsmeistarinn þegar hann er inntur eftir því hver sé lykillinn að titlinum. Rafn byrjaði snemma að blanda drykki ofan í þyrsta gesti Eddu-hótelanna og fór í kjölfarið að læra til þjóns. Hann vinnur samfara náminu á Hótel Nordica en segir hugann stefna í hótelrekstur. „Það var eiginlega það sem rak mig út í þetta í fyrstu, draumurinn um að reka mitt eigið hótel,“ segir Rafn og víst er að þessi titill skemmir ekki fyrir. „Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum,“ bætir hann við. Og þótt Rafn starfi á fínu hóteli þá kemur það fyrir um hverja helgi að honum berst óvenjuleg bón. „Ég var einu sinni beðinn um einn einfaldan Angustora bitter en það er ráðlagt að nota einn dropa af því í drykkina. Ég vísaði bóninni bara á bug enda hefði magi viðkomandi bara farið á hvolf.“
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira