Sprækir salsa-diplómatar 8. maí 2007 08:30 Skoskt salsa með alþjóðlegu ívafi Hljómsveitin Salsa Celtica leikur á Vorblóti í annað sinn. Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir. Trompetblásarinn og slagverksleikarinn Toby Shippey er einn af stofnendum sveitarinnar, sem fyrir rúmum áratug byrjaði að bræða saman blóðheita latíntónlist og keltneska tónlistarhefð í Edinborg í Skotlandi. Hann kveðst kátur yfir annarri Íslandsheimsókn enda skemmtu hljómsveitarmeðlimir sér afbragðsvel síðast. „Hljómsveitin byrjaði reyndar sem meiri félagsskapur en hugmynd um eitthvert risaband. Ég vissi ekki mikið um salsatónlist til að byrja með, við vorum bara að prófa okkur áfram.“ Tónlistarlífið í Edinborg er einstakt og Shippey útskýrir að hljómsveitin hefði vart getað orðið til annars staðar. „Hér er mjög fjölbreytt tónlistarlíf en það koma ekki margar frægar rokksveitir frá Endinborg, meira um djasstónlistarmenn, þjóðlagamúsík, hiphop og soul-listafólk og allir eru að spila saman því borgin er svo lítil. Tilraunamennskan er því meiri. Fyrir okkur snýst þetta ekki um hvaða tónlistarstefnum við erum að blanda saman heldur um gæði útkomunnar, við viljum bara búa til góða tónlist.“ Latínaðdáendur í borginni tóku við sér þegar tónlist Salsa Celtica fór að heyrast á krám og börum og þá byrjaði boltinn að rúlla. Stuttu síðar var farið að bjóða henni að spila á hátíðum og ýmiss konar uppákomum í fjarlægum löndum á sama tíma og salsabylgja reið yfir heimsbyggðina. Shippey hlær við þegar hann er spurður hvort salsa sé vinsæll dans í Skotlandi. „Ég veit ekki við hvað ég á að miða, ég held að salsa sé ekki mjög vinsælt á Íslandi eða hvað? En fyrir svona fimm árum varð alger salsasprenging í Bretlandi og allir fóru á salsanámskeið en fyrir tíu árum vissu fæstir hvernig tónlist þetta er.“ Shippey viðurkennir að ef til vill hafi hljómveitin lagt sitt af mörkum í salsabylgjunni. „Já, ætli við séum ekki svona salsa-diplómatar,“ segir hann gamansamur. Í fjölmörgum borgum eru salsaklúbbar eða salsakvöld þar sem dansáhugafólk mætir til þess að dilla sér og skaka við þessa skemmtilegu tónlist og hafa dansskólar hérlendis til að mynda staðið fyrir slíkum uppákomum. Nú, fjórum plötum síðar, er hljómsveitin búin að finna sinn eigin hljóm og félagarnir farnir að tala spænsku. Innanborðs eru allra þjóða spilarar, gítarleikari frá Chile, skoskur pípuleikari og fiðlari frá Írlandi en á plötunum hafa þeir einnig fengið til sín fjölmarga gesti, þar á meðal víðfræga salsalistamenn og þjóðlagasöngvara. Shippey segir kankvís að enn hafi enginn kjánast til þess að stæla tónlist Salsa Celtica. „Fólk hefur orðið fyrir áhrifum en það er ekki byrjað að herma eftir okkur, við höfum ekki komið af stað neinni bylgju keltneskrar salsatónlistar enn þá. Ég frétti samt af því að bandarískur salsalistamaður hefði gert plötu með keltnesku ívafi en það var átta árum eftir að við byrjuðum. Svo er víst líka til flamenco-hljómsveit sem farin er að blanda keltneskum áhrifum í sína músík. Maður veit aldrei hvað kemur tísku af stað.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll hinn 18. maí. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir. Trompetblásarinn og slagverksleikarinn Toby Shippey er einn af stofnendum sveitarinnar, sem fyrir rúmum áratug byrjaði að bræða saman blóðheita latíntónlist og keltneska tónlistarhefð í Edinborg í Skotlandi. Hann kveðst kátur yfir annarri Íslandsheimsókn enda skemmtu hljómsveitarmeðlimir sér afbragðsvel síðast. „Hljómsveitin byrjaði reyndar sem meiri félagsskapur en hugmynd um eitthvert risaband. Ég vissi ekki mikið um salsatónlist til að byrja með, við vorum bara að prófa okkur áfram.“ Tónlistarlífið í Edinborg er einstakt og Shippey útskýrir að hljómsveitin hefði vart getað orðið til annars staðar. „Hér er mjög fjölbreytt tónlistarlíf en það koma ekki margar frægar rokksveitir frá Endinborg, meira um djasstónlistarmenn, þjóðlagamúsík, hiphop og soul-listafólk og allir eru að spila saman því borgin er svo lítil. Tilraunamennskan er því meiri. Fyrir okkur snýst þetta ekki um hvaða tónlistarstefnum við erum að blanda saman heldur um gæði útkomunnar, við viljum bara búa til góða tónlist.“ Latínaðdáendur í borginni tóku við sér þegar tónlist Salsa Celtica fór að heyrast á krám og börum og þá byrjaði boltinn að rúlla. Stuttu síðar var farið að bjóða henni að spila á hátíðum og ýmiss konar uppákomum í fjarlægum löndum á sama tíma og salsabylgja reið yfir heimsbyggðina. Shippey hlær við þegar hann er spurður hvort salsa sé vinsæll dans í Skotlandi. „Ég veit ekki við hvað ég á að miða, ég held að salsa sé ekki mjög vinsælt á Íslandi eða hvað? En fyrir svona fimm árum varð alger salsasprenging í Bretlandi og allir fóru á salsanámskeið en fyrir tíu árum vissu fæstir hvernig tónlist þetta er.“ Shippey viðurkennir að ef til vill hafi hljómveitin lagt sitt af mörkum í salsabylgjunni. „Já, ætli við séum ekki svona salsa-diplómatar,“ segir hann gamansamur. Í fjölmörgum borgum eru salsaklúbbar eða salsakvöld þar sem dansáhugafólk mætir til þess að dilla sér og skaka við þessa skemmtilegu tónlist og hafa dansskólar hérlendis til að mynda staðið fyrir slíkum uppákomum. Nú, fjórum plötum síðar, er hljómsveitin búin að finna sinn eigin hljóm og félagarnir farnir að tala spænsku. Innanborðs eru allra þjóða spilarar, gítarleikari frá Chile, skoskur pípuleikari og fiðlari frá Írlandi en á plötunum hafa þeir einnig fengið til sín fjölmarga gesti, þar á meðal víðfræga salsalistamenn og þjóðlagasöngvara. Shippey segir kankvís að enn hafi enginn kjánast til þess að stæla tónlist Salsa Celtica. „Fólk hefur orðið fyrir áhrifum en það er ekki byrjað að herma eftir okkur, við höfum ekki komið af stað neinni bylgju keltneskrar salsatónlistar enn þá. Ég frétti samt af því að bandarískur salsalistamaður hefði gert plötu með keltnesku ívafi en það var átta árum eftir að við byrjuðum. Svo er víst líka til flamenco-hljómsveit sem farin er að blanda keltneskum áhrifum í sína músík. Maður veit aldrei hvað kemur tísku af stað.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll hinn 18. maí.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning