Hvort á þjóð að þjóna flokki eða flokkur þjóð? 25. apríl 2007 05:00 Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun