Hvort á þjóð að þjóna flokki eða flokkur þjóð? 25. apríl 2007 05:00 Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun