Hvort á þjóð að þjóna flokki eða flokkur þjóð? 25. apríl 2007 05:00 Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að ganga í grafgötur um að tíðindi 2. júní 2004 verða skráð á spjöld Íslandssögunnar. Þann dag braut forseti lýðveldisins blað með því að beita málskotsrétti sínum og þó fyrr hefði verið. Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafði þá einu sinni sem oftar kveikt elda misklíðar og sundurlyndis í samfélaginu en sá nú sitt óvænna, skaraði þó að logunum fram í júlí en varð þá frá að hverfa. Enn þann dag í dag paufast þó innsti kjarni annars flokksins við að blása í kulnandi glæður. Í apríl 2007 ályktar landsfundur Sjálfstæðisflokksins að svipta skuli forseta Íslands málskotsréttinum. En væri það skynsamlegt? Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Hér fer varla milli mála að forsetinn afnemur ekki sjálfur lagafrumvarp heldur gefur þjóðinni kost á því. Í júlí 2004 tók ríkisstjórnin hins vegar upp hjá sjálfri sér að afnema nýsett fjölmiðlalög þannig að almenningur fékk ekki að fella sinn dóm. Forseti Íslands er þjóðkjörinn og er það meira en sagt verður um ráðherra landsins. Í 11. grein stjórnarskrárinnar segir að 3/4 hlutar Alþingis geti vikið forseta frá áður en kjörtímabili hans lýkur og skuli þá borið undir þjóðaratkvæði hvort honum er stætt á að taka aftur við embætti. Aðhaldið kemur því ekki aðeins frá þjóðinni heldur líka frá Alþingi. Þannig eru hömlur á að forsetinn beiti málskotsréttinum í óhófi eða eftir geðþótta. Til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands væri bráðnauðsynlegt að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, til dæmis einhvers staðar á bilinu 7-15%, gæti komið því til leiðar að nýsamþykkt lagafrumvarp yrði borið undir þjóðaratkvæði. En ekki er hlaupið að því að safna tugþúsundum undirskrifta á stuttum tíma svo að opinbert og óyggjandi sé. Málskotsréttur þjóðkjörins forseta getur því á ögurstundu tryggt framgang lýðræðisins, ekki síst ef lagasetning frá Alþingi er með afbrigðum hæpin eða afdrifarík. Í stjórnmálum rekast margir í sömu hjörð og verða jafnvel ekki viðskila fyrr en við móðuna miklu, sama hve lengi forystusauðirnir feta krákustíga, fúafen, hengiflugsbarma eða aðrar álíka villigötur. Sumir fylgja sínum nánustu eða straumnum inn í tiltekinn safnað. Aðrir renna á fagurt fyrirheitajarm þó að margt hafi verið svikið og enn fleira trassað misserin á undan. Þegar á reynir er hjarðeðlið þó sjaldnast með slíkum endemum að vegferð Flokksins gleðji hjartað í einu og öllu. Með vaxandi upplýsingaflæði hlýtur að teljast eðlilegt og sanngjarnt að almenningur fái meira svigrúm til að hafna nýsettum lögum. Því þrengri skorður sem flokksmenn í innsta hring vilja setja við því, þeim mun ljósara verður hvort þeir hafa meira álit á dómgreind fáeinna forkólfa eða meirihluta þjóðarinnar. Hvort á að þjóna hinu: Þjóð flokki eða flokkur þjóð? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar