Hvað á landsfundurinn að gera? 13. apríl 2007 00:01 Samfylkingin hamast við að klára alla stefnumótun áður en landsfundur hennar hefst. Landsfundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýjasta dæmið um þessi viðleitni forystunnar er heilt rit eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylkingin stefni beinlínis að „harðri“ lendingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niðurskurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og – væntanlega þá einnig óhjákvæmilega – í velferðarframlögum. Í ritinu birtist misskilningur varðandi lækkun virðisaukaskatts á matvörum í mars sl. Ekki virðist fylgt viðurkenndum upplýsingum um verðlækkanir í smásöluverslunum. Ekki virðist heldur reynt að meta hvernig lækkun virðisaukaskatts staðfestir árangur ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni. Í ritinu virðist gengið út frá því að ríkisstjórnin hafi ýtt undir þenslu á fasteignamarkaði og íbúðalánamarkaði. Þó liggur fyrir að það voru viðskiptabankarnir sem hófu innrás inn á fasteignalánamarkaðinn með það yfirlýsta markmið að brjóta Íbúðalánasjóð á bak aftur. Almennar kannanir hafa staðfest að almenningur þekkir og virðir mikilvægi Íbúðalánasjóð. Að því er virðist hefur Samfylkingin ekki lengur áhuga á þessu. Til samanburðar við svartsýnar lýsingar í þessu riti Samfylkingarinnar mætti benda á leiðara í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins í þessari viku, en þar er bent á margs konar takmarkanir í opinberu hagtalnaefni. Meðal annars bendir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA og hagfræðingur á að trúlega sé viðskiptahallinn ofmetinn tvöfalt í nýjustu hagtölum Seðlabankans. Í riti Samfylkingarinnar virðist ekki tekið tillit til þess að ætlunin er að nýta afrakstur af sölu Landssímans beinlínis í jöfnunarskyni fyrir hag ríkissjóðs og þá hagsveiflu sem virðist framundan – til að draga úr samdrætti. Lítið tillit er tekið til þess að viðskiptahallinn – svo ofmetinn sem hann kann að vera – er þegar tekinn að minnka vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, og mun halda áfram að minnka þegar dregur úr stórframkvæmdunum fyrir austan á þessu ári. Ennfremur virðist það lítið metið að viðskiptahallinn tengist að hluta til arðvænlegum umsvifum og mun að því leytinu standa undir sér. Á kynningarfundi Samfylkingarinnar um þetta nýja rit var því haldið fram að kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hefðu dregist aftur hér á landi síðustu ár. En einmitt nú stendur yfir eitthvert stærsta átak í eflingu velferðarkerfanna og í hækkunum bótagreiðslna sem sögur fara af. Og samanburðarathuganir sýna að jöfnuður á Íslandi er meiri en tíðkast í langflestum Evrópulöndum. Landsfundarmenn Samfylkingarinnar hafa nóg að lesa og læra enda varla til þess ætlast að þeir fari að móta stefnu úr því að forystan er búin að birta stefnuna fyrirfram.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hamast við að klára alla stefnumótun áður en landsfundur hennar hefst. Landsfundurinn virðist því bara eiga að klappa en ekki ákveða neitt. Nýjasta dæmið um þessi viðleitni forystunnar er heilt rit eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra um efnahagsmál. Meginniðurstaða ritsins virðist vera að Samfylkingin stefni beinlínis að „harðri“ lendingu með harkalegum samdrætti í opinberum umsvifum og niðurskurði í samneyslu, opinberum framkvæmdum og – væntanlega þá einnig óhjákvæmilega – í velferðarframlögum. Í ritinu birtist misskilningur varðandi lækkun virðisaukaskatts á matvörum í mars sl. Ekki virðist fylgt viðurkenndum upplýsingum um verðlækkanir í smásöluverslunum. Ekki virðist heldur reynt að meta hvernig lækkun virðisaukaskatts staðfestir árangur ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni. Í ritinu virðist gengið út frá því að ríkisstjórnin hafi ýtt undir þenslu á fasteignamarkaði og íbúðalánamarkaði. Þó liggur fyrir að það voru viðskiptabankarnir sem hófu innrás inn á fasteignalánamarkaðinn með það yfirlýsta markmið að brjóta Íbúðalánasjóð á bak aftur. Almennar kannanir hafa staðfest að almenningur þekkir og virðir mikilvægi Íbúðalánasjóð. Að því er virðist hefur Samfylkingin ekki lengur áhuga á þessu. Til samanburðar við svartsýnar lýsingar í þessu riti Samfylkingarinnar mætti benda á leiðara í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins í þessari viku, en þar er bent á margs konar takmarkanir í opinberu hagtalnaefni. Meðal annars bendir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA og hagfræðingur á að trúlega sé viðskiptahallinn ofmetinn tvöfalt í nýjustu hagtölum Seðlabankans. Í riti Samfylkingarinnar virðist ekki tekið tillit til þess að ætlunin er að nýta afrakstur af sölu Landssímans beinlínis í jöfnunarskyni fyrir hag ríkissjóðs og þá hagsveiflu sem virðist framundan – til að draga úr samdrætti. Lítið tillit er tekið til þess að viðskiptahallinn – svo ofmetinn sem hann kann að vera – er þegar tekinn að minnka vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, og mun halda áfram að minnka þegar dregur úr stórframkvæmdunum fyrir austan á þessu ári. Ennfremur virðist það lítið metið að viðskiptahallinn tengist að hluta til arðvænlegum umsvifum og mun að því leytinu standa undir sér. Á kynningarfundi Samfylkingarinnar um þetta nýja rit var því haldið fram að kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hefðu dregist aftur hér á landi síðustu ár. En einmitt nú stendur yfir eitthvert stærsta átak í eflingu velferðarkerfanna og í hækkunum bótagreiðslna sem sögur fara af. Og samanburðarathuganir sýna að jöfnuður á Íslandi er meiri en tíðkast í langflestum Evrópulöndum. Landsfundarmenn Samfylkingarinnar hafa nóg að lesa og læra enda varla til þess ætlast að þeir fari að móta stefnu úr því að forystan er búin að birta stefnuna fyrirfram.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar