Erlent

SÞ rannsaka meint kynferðisbrot friðargæslumanna á Fílabeinsströnd

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Friðargæslumenn eru sakaðir um kynferðisafbrot. Myndin tengist fréttinni ekki.
Friðargæslumenn eru sakaðir um kynferðisafbrot. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/ AFP

Sameinuðu þjóðirnar rannsaka nú ásakanir um að friðargæslumenn á Fílabeinsströndinni hafi stundað víðtæka kynferðismisnotkun og arðrán. Samtökin segja að liðsafli í Bouake, höfuðvígi uppreisnarmanna í norðri, hafi verið kallaður til vegna málsins, en vildu ekki gefa upp af hvaða þjóðerni mennirnir voru. Ásakanir um kynferðismisnotkun hafa ítrekað komið upp í mismunandi verkefnum á vegum stofnunarinnar. Þær hafa orðið til þess að Kofi Annan fyrrverandi yfirmaður Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að engin miskunn yrði sýnd í slíkum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×