Fátækt í allsnægtum? 15. mars 2007 05:00 Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt í íslensku samfélagi á Grand Hóteli 15. mars næstkomandi kl. 8.30. Umræða um fátækt á Íslandi á síðustu mánuðum hefur einkum snúist um hagstærðir og mælingaaðferðir. Á málþinginu verður hins vegar dreginn fram í sviðsljósið veruleiki þess fólks sem býr við fátækt og skort og kynntar niðurstöður rannsókna hvað slíkar aðstæður leiða af sér í íslensku samfélagi. Fátækt á Íslandi – er hún til staðar?Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að til lengri tíma litið hefur 10% þjóðarinnar búið við kjör og aðstæður sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Þá hefur tekjuskipting aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Hópar sem eru í hættu á að lenda í fátækt eru lífeyrisþegar og láglaunafólk á vinnumarkaði.staðreynd að mörg börn búa við knöpp kjör og fátækt. Konur eru í meiri hættu á að lenda í fátækt og einstæðir foreldrar eru að stórum hluta láglaunakonur og í verulegri hættu á að lenda í fátækt. Þá eru einhleypir karlar margir illa settir.Niðurstöður rannsókna á Fátækt á Íslandi (sjá Hörpu Njáls, 2003 og allt til 2006) sýna að lágmarkslaun og lífeyrisgreiðslur duga ekki fyrir brýnustu framfærslu. Afleiðingar fátæktar eru minni félagsleg þátttaka bæði fullorðinna og barna, lélegra mataræði, verri næring, sem leiðir til verra heilsufars og afleiðingar fátæktar koma hvað harðast niður á börnum.Um þessar staðreyndir verður fjallað á málþinginu, þar sem fimm félagsfræðingar, öll með framhaldsmenntun, munu halda erindi um fátækt í allsnægtarsamfélagi.Um hvað verður fjallað?Í fyrsta erindinu „Fátækt á Íslandi?" mun Snorri Örn Árnason, sérfræðingur hjá Capacent Gallup, kynna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Yfirskrift erindis Hörpu Njáls er „Fátækt kvenna og barna". Harpa fjallar m.a. um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju.Að lifa við stöðugan skort veldur miklu andlegu álagi og auðmýkingu, leiðir til skertrar sjálfsvirðingar og sorgar og niðurbrots á andlegu og líkamlegu heilsufari bæði hjá fullorðnum og börnum.„Karlar í vanda" er yfirskrift erindis Guðnýjar Hildar Magnúsardóttur, félagsráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Þar kemur m.a. fram að stærsti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eru einhleypir karlar. Guðný setur fram sýn sína á lagskiptingu samfélagsins þar sem karlar eru í meirihluta bæði í efstu og neðstu lögum. Erindið fjallar um karla í neðsta laginu. Stefán Hrafn Jónsson fjallar um „Fátæk börn og heilsusamlega lífshætti". Erindi Stefáns byggir á íslenskum hluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólanema sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt hér á landi telja heilsu sína verri en önnur börn, þau hreyfa sig minna, borða sjaldnar hollan mat og fara sjaldnar til tannlæknis en börn úr efnameiri fjölskyldum.Að lokum flytur Jón Gunnar Bernburg, lektor við HÍ, erindi: „Fátækt, vanlíðan og frávikshegðun íslenskra ungmenna". Erindið er byggt á könnun frá árinu 2006 (Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir). Niðurstöður benda til að upplifun unglinga á efnahagslegum skorti á heimili sínu sé áhættuþáttur fyrir fjölmargar neikvæðar útkomur þ.á m. reiði, depurð og afbrota- og áhættuhegðun. Í erindinu verður rætt um hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum. Fundarstjóri er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.Með þessu framlagi vill Félagsfræðingafélag Íslands dýpka umræðu um fátækt á Íslandi og veruleika hinna fátæku. Það er umhugsunarefni hvaða áhrif knöpp kjör og fátækt hefur á þjóðfélagshópa og setur jafnframt mark sitt á íslenskt samfélag.Hvar – hverjir – hvernig?Málþingið verður á Grand hóteli og hefst kl. 8.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið morgunverðarhlaðborð. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar um dagskrá málþingsins má finna á slóðinni www.felagsfraedingar.is.Höfundar eru í forsvari fyrir fræðslu- og málþinganefnd Félagsfræðingafélags Íslands. Harpa Njáls er í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn Jónsson starfar á Lýðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt í íslensku samfélagi á Grand Hóteli 15. mars næstkomandi kl. 8.30. Umræða um fátækt á Íslandi á síðustu mánuðum hefur einkum snúist um hagstærðir og mælingaaðferðir. Á málþinginu verður hins vegar dreginn fram í sviðsljósið veruleiki þess fólks sem býr við fátækt og skort og kynntar niðurstöður rannsókna hvað slíkar aðstæður leiða af sér í íslensku samfélagi. Fátækt á Íslandi – er hún til staðar?Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að til lengri tíma litið hefur 10% þjóðarinnar búið við kjör og aðstæður sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Þá hefur tekjuskipting aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Hópar sem eru í hættu á að lenda í fátækt eru lífeyrisþegar og láglaunafólk á vinnumarkaði.staðreynd að mörg börn búa við knöpp kjör og fátækt. Konur eru í meiri hættu á að lenda í fátækt og einstæðir foreldrar eru að stórum hluta láglaunakonur og í verulegri hættu á að lenda í fátækt. Þá eru einhleypir karlar margir illa settir.Niðurstöður rannsókna á Fátækt á Íslandi (sjá Hörpu Njáls, 2003 og allt til 2006) sýna að lágmarkslaun og lífeyrisgreiðslur duga ekki fyrir brýnustu framfærslu. Afleiðingar fátæktar eru minni félagsleg þátttaka bæði fullorðinna og barna, lélegra mataræði, verri næring, sem leiðir til verra heilsufars og afleiðingar fátæktar koma hvað harðast niður á börnum.Um þessar staðreyndir verður fjallað á málþinginu, þar sem fimm félagsfræðingar, öll með framhaldsmenntun, munu halda erindi um fátækt í allsnægtarsamfélagi.Um hvað verður fjallað?Í fyrsta erindinu „Fátækt á Íslandi?" mun Snorri Örn Árnason, sérfræðingur hjá Capacent Gallup, kynna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Yfirskrift erindis Hörpu Njáls er „Fátækt kvenna og barna". Harpa fjallar m.a. um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju.Að lifa við stöðugan skort veldur miklu andlegu álagi og auðmýkingu, leiðir til skertrar sjálfsvirðingar og sorgar og niðurbrots á andlegu og líkamlegu heilsufari bæði hjá fullorðnum og börnum.„Karlar í vanda" er yfirskrift erindis Guðnýjar Hildar Magnúsardóttur, félagsráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Þar kemur m.a. fram að stærsti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eru einhleypir karlar. Guðný setur fram sýn sína á lagskiptingu samfélagsins þar sem karlar eru í meirihluta bæði í efstu og neðstu lögum. Erindið fjallar um karla í neðsta laginu. Stefán Hrafn Jónsson fjallar um „Fátæk börn og heilsusamlega lífshætti". Erindi Stefáns byggir á íslenskum hluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólanema sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt hér á landi telja heilsu sína verri en önnur börn, þau hreyfa sig minna, borða sjaldnar hollan mat og fara sjaldnar til tannlæknis en börn úr efnameiri fjölskyldum.Að lokum flytur Jón Gunnar Bernburg, lektor við HÍ, erindi: „Fátækt, vanlíðan og frávikshegðun íslenskra ungmenna". Erindið er byggt á könnun frá árinu 2006 (Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir). Niðurstöður benda til að upplifun unglinga á efnahagslegum skorti á heimili sínu sé áhættuþáttur fyrir fjölmargar neikvæðar útkomur þ.á m. reiði, depurð og afbrota- og áhættuhegðun. Í erindinu verður rætt um hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum. Fundarstjóri er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.Með þessu framlagi vill Félagsfræðingafélag Íslands dýpka umræðu um fátækt á Íslandi og veruleika hinna fátæku. Það er umhugsunarefni hvaða áhrif knöpp kjör og fátækt hefur á þjóðfélagshópa og setur jafnframt mark sitt á íslenskt samfélag.Hvar – hverjir – hvernig?Málþingið verður á Grand hóteli og hefst kl. 8.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið morgunverðarhlaðborð. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar um dagskrá málþingsins má finna á slóðinni www.felagsfraedingar.is.Höfundar eru í forsvari fyrir fræðslu- og málþinganefnd Félagsfræðingafélags Íslands. Harpa Njáls er í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn Jónsson starfar á Lýðheilsustöð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar