Lífið

Oprah biðst afsökunar á misnotkun

MYND/Getty
Oprah Winfrey grátbað í fyrradag foreldra nemenda í stúlknaskóla hennar í Suður-Afríku að fyrirgefa sér meinta misnotkun starfsmanna skólans á nemendum.

,,Ég hef brugðist ykkur. Mér þykir svo fyrir þessu. Fyrirgefið mér" sagði tárvot Oprah á neyðarfundi í fyrradag, að sögn suður-afrískra fjölmiðla.

Þetta var önnur ferð Opruh til Suður-Afríku á síðustu vikum, en fyrir tveimur vikum komu upp ásakanir um að einn umsjónarmanna á heimavist skólans hefði þuklað eina stúlknanna og misþyrmt öðrum.

Skólastjóri skólans og tveir umsjónarmenn eru í launalausu leyfi á meðan málið er rannsakað.

Suður-afríska fréttastofan News24, hefur það þó eftir foreldrum að þeir áfellist sjónvarpsstjörnuna ekki. Hún hafi sýnt nemendunum meiri umhyggju en nokkur annar í landinu.

Oprah stofnaði Oprah Winfrey Leadership Academy for Girls skólann eftir að Nelson Mandela bað hana að beita sér fyrir menntamálum í Suður-Afríku eftir fall aðskilnaðarstefnunnar. Hún gaf um tvo og hálfan milljarð til að stofna skólann, sem veitir hæfileikaríkum stúlkum frá fátækum fjölskyldum tækifæri á menntun í heimsflokki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.