Ólafur: Val mitt byggt á tilfinningu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2007 15:05 Ólafur Jóhannesson var glaðbeittur á fundinum í dag. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kynnti í dag tuttugu manna leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Nokkrar breytingar voru á landsliðinu frá síðustu leikjum en kjarninn í hópnum er sá sami og var hjá Eyjólfi Sverrissyni, forvera hans í starfi landsliðsþjálfara. „Ég sagði þegar ég tók við starfinu að ég teldi að Eyjólfur hefði verið að velja okkar bestu leikmenn,“ sagði Ólafur í dag. „Ég sagði að ég myndi ekki breyta því og ég hef ekki gert það.“ Hann valdi þrjá leikmenn U-21 landsliðsins, þá Theódór Elmar Bjarnason, Bjarna Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, en svo vill til að þeir eru allir í leikbanni í næsta leik U-21 landsliðsins. Theódór Elmar hefur áður verið valinn í A-landsliðið en þeir Bjarni og Eggert eru nýliðar. „Eggert hefur verið að standa sig mjög vel í Skotlandi og fannst mér ástæða til að kippa honum í hópinn og kíkja á hann. Ég þekki líka vel til Bjarna og hefur hann einnig verið að standa sig vel. Fyrst þeir verða í banni í næsta leik U-21 liðsins fannst mér upplagt að taka þá með í ferðina og kíkja á þá.“ U-21 liðið leikur æfingaleik á föstudaginn við Þjóðverja ytra og verða þremenningarnir með í þeim leik. U-21 liðið mætir svo Belgíu í undankeppni EM 2009 á þriðjudag en þá verða þeir í banni. Landsliðið heldur til Danmerkur á laugardagsmorgun og sagði Ólafur að stefnt væri því að æfa sex sinnum fyrir leikinn sem er á næsta miðvikudag - ein á laugardag og þriðjudag og svo tvær á mánudag og þriðjudag. Aðeins tveir leikmenn með íslenskum liðum voru valdir í landsliðið og koma þeir báðir úr FH. Það eru Daði Lárusson markvörður og Sverrir Garðarsson varnarmaður. „Ég taldi það vera hvorki mér til góðs né þeim leikmönnum sem spila hér á landi að velja þá í landsliðið nú þegar þeir hafa verið í fríi í fimm vikur og varla snert bolta. Sverrir er reyndar í hópnum en hann hefur verið að þvælast í útlöndum og æft með liðum. Hann er því í fínni æfingu.“ Athygli vakti að Jóhannes Karl Guðjónsson er í hópnum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Burnley, að undanförnu. „Ég tel hann engu að síður vera einn af þeim mönnum sem ég þarf að hafa í þessum leik,“ sagði Ólafur. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því að hann er ekki að spila með sínu félagsliði en það hafði ekki áhrif á mína ákvörðun.“ Hann valdi einnig Stefán Gíslason í landsliðið en hann var ekki í náðinni hjá Eyjólfi undir það síðasta. „Hann stendur sig vel í Danmörku og hef ég trú á honum. Annars væri ég ekki að velja hann. Ég tel að hann hafi ákveðna hæfileika sem muni nýtast liðinu vel.“ Annar miðvallarleikmaður, Ólafur Ingi Skúlason, fékk ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans en hann hefur verið fastamaður í sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Liðið lagði til að mynda tyrkneska stórveldið Galatasaray á útivelli um daginn í Evrópukeppni félagsliða. „Ólafur kom til greina en hann var einfaldlega ekki valinn. Það var engin sérstök ástæða fyrir því. Ég get bara valið tuttugu leikmenn.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að það væri engin sérstök regla sem segði til um val sitt á landsliðshópnum hverju sinni. „Þetta er byggt á tilfinningu. Ég vel bara þá menn sem ég tel hæfasta í hvert og eitt hlutverk. En val á landsliði er umdeilt og það verður alltaf svoleiðis.“ Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða leikskipulag, né heldur hvort að Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði kæmi til með að leika í sókn eða á miðjunni. „Ég hef áður sagt að við munum leggja áherslu á að verjast vel. Það er einnig mikilvægt að menn leggi sig fram og hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“ Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kynnti í dag tuttugu manna leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Nokkrar breytingar voru á landsliðinu frá síðustu leikjum en kjarninn í hópnum er sá sami og var hjá Eyjólfi Sverrissyni, forvera hans í starfi landsliðsþjálfara. „Ég sagði þegar ég tók við starfinu að ég teldi að Eyjólfur hefði verið að velja okkar bestu leikmenn,“ sagði Ólafur í dag. „Ég sagði að ég myndi ekki breyta því og ég hef ekki gert það.“ Hann valdi þrjá leikmenn U-21 landsliðsins, þá Theódór Elmar Bjarnason, Bjarna Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, en svo vill til að þeir eru allir í leikbanni í næsta leik U-21 landsliðsins. Theódór Elmar hefur áður verið valinn í A-landsliðið en þeir Bjarni og Eggert eru nýliðar. „Eggert hefur verið að standa sig mjög vel í Skotlandi og fannst mér ástæða til að kippa honum í hópinn og kíkja á hann. Ég þekki líka vel til Bjarna og hefur hann einnig verið að standa sig vel. Fyrst þeir verða í banni í næsta leik U-21 liðsins fannst mér upplagt að taka þá með í ferðina og kíkja á þá.“ U-21 liðið leikur æfingaleik á föstudaginn við Þjóðverja ytra og verða þremenningarnir með í þeim leik. U-21 liðið mætir svo Belgíu í undankeppni EM 2009 á þriðjudag en þá verða þeir í banni. Landsliðið heldur til Danmerkur á laugardagsmorgun og sagði Ólafur að stefnt væri því að æfa sex sinnum fyrir leikinn sem er á næsta miðvikudag - ein á laugardag og þriðjudag og svo tvær á mánudag og þriðjudag. Aðeins tveir leikmenn með íslenskum liðum voru valdir í landsliðið og koma þeir báðir úr FH. Það eru Daði Lárusson markvörður og Sverrir Garðarsson varnarmaður. „Ég taldi það vera hvorki mér til góðs né þeim leikmönnum sem spila hér á landi að velja þá í landsliðið nú þegar þeir hafa verið í fríi í fimm vikur og varla snert bolta. Sverrir er reyndar í hópnum en hann hefur verið að þvælast í útlöndum og æft með liðum. Hann er því í fínni æfingu.“ Athygli vakti að Jóhannes Karl Guðjónsson er í hópnum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Burnley, að undanförnu. „Ég tel hann engu að síður vera einn af þeim mönnum sem ég þarf að hafa í þessum leik,“ sagði Ólafur. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því að hann er ekki að spila með sínu félagsliði en það hafði ekki áhrif á mína ákvörðun.“ Hann valdi einnig Stefán Gíslason í landsliðið en hann var ekki í náðinni hjá Eyjólfi undir það síðasta. „Hann stendur sig vel í Danmörku og hef ég trú á honum. Annars væri ég ekki að velja hann. Ég tel að hann hafi ákveðna hæfileika sem muni nýtast liðinu vel.“ Annar miðvallarleikmaður, Ólafur Ingi Skúlason, fékk ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans en hann hefur verið fastamaður í sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Liðið lagði til að mynda tyrkneska stórveldið Galatasaray á útivelli um daginn í Evrópukeppni félagsliða. „Ólafur kom til greina en hann var einfaldlega ekki valinn. Það var engin sérstök ástæða fyrir því. Ég get bara valið tuttugu leikmenn.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að það væri engin sérstök regla sem segði til um val sitt á landsliðshópnum hverju sinni. „Þetta er byggt á tilfinningu. Ég vel bara þá menn sem ég tel hæfasta í hvert og eitt hlutverk. En val á landsliði er umdeilt og það verður alltaf svoleiðis.“ Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða leikskipulag, né heldur hvort að Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði kæmi til með að leika í sókn eða á miðjunni. „Ég hef áður sagt að við munum leggja áherslu á að verjast vel. Það er einnig mikilvægt að menn leggi sig fram og hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira