Lífið

Lohan ætlar að hefja nýtt líf

Lohan snýr við blaðinu
Lohan snýr við blaðinu MYND/Getty

Lindsay Lohan segir í nýlegu viðtali við tímaritið In Touch Weekly að hún ætli að snúa baki við óheilbrigðu líferni og fara að haga sér eins og fullorðin manneskja. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega eftir að hún lauk meðferð á Cirque Lodge meðferðarheimilinu í Utah.

„Djammið og allar myndirnar sem teknar eru af mér draga athygli frá vinnunni minni. Ég ákvað ekki að gerst leikkona til að láta skrifa um mig, það bara gerðist. Ég sætti mig við það að líf mitt skuli vera svona en ég vil leggja mitt af mörkum til að breyta umjölluninni og þroskast. Ég vil haga mér eins og fullorðin kona en ekki eins og unglingur."

Lohan viðurkennir að meðferðin sem hún hefur stundað síðastliðna tvo mánuði hafi á margan hátt verið niðurlægjandi reynsla. „Ég þurfti að gefast upp og láta aðra segja mér hvað ég ætti að gera. Það var samt komið fram við mig eins og venjulega manneskju og það líkaði mér. Ég var látin þrífa og búa til kaffi." Lohan segist ætla að leggja góðgerðarmálum lið í framtíðinni og undirbýr nú ferð til Afríku á vegum Rauða krossins.

Lohan notaði tækifærið í viðtalinu og bað aðdáendur sína afsökunar. „Ég vil sérstaklega biðja unga aðdáendur mína afsökunar á því að hafa verið slæm fyrirmynd. Ég vil ekki vera þekkt fyrir svona háttarlag. Ég á yngri systur og hún lítur líka upp til mín."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.