Má ekki minnast á færeyska kerfið? 2. mars 2007 05:00 Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar