Má ekki minnast á færeyska kerfið? 2. mars 2007 05:00 Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun