Má ekki minnast á færeyska kerfið? 2. mars 2007 05:00 Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 22. 2. 2006 sagði Jóhann Ársælsson að Samfylkingin teldi að ekki hefði komið fram neitt betra kerfi til stjórnar fiskveiðum en kvótakerfið sem við Íslendingar búum við. Því hefði Samfylkingin „byggt tillögur sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerfið". Því vil ég minna Jóhann á að í Færeyjum eru notaðar aðrar aðferðir til stjórnunar fiskveiða, s.k. dagakerfi, en það er eins og ekki megi minnast á það. Almenn sátt ríkir í Færeyjum um dagakerfið, þeir vilja meina að það sé besta kerfi í heimi - fyrir þá. Færeyska kerfið byggist á að stjórna veiðiátakinu. með því að ákvarða fjölda veiðidaga og veiðisvæði hinna ýmsu skipaflokka og veiðarfæra (línu, troll og handfæri; ekki eru nein takmörk á dagsafla, fisktegundum sem veiða má eða heildarafla alls flotans). Þannig bregst flotinn umsvifalaust við breytingum sem verða á umhverfi og lífríki. Aukning eða minnkun í fiskstofnum kemur strax fram í afla. Unnt er að versla með veiðidaga, ekki þó milli skipaflokka. Það er gert til að koma í veg fyrir að þeir stóru gleypi þá litlu, og aðskilnaður veiða og vinnslu er bundinn í lögum. Íslenska kerfið grundvallast hins vegar á að stjórna hve mikið er tekið úr hafinu. Skammtur ársins, það sem veiða má af hverri tegund, ákvarðast nokkrum mánuðum áður en veiðar hefjast og byggir á eins árs gömlum upplýsingum eða ágiskunum um stærðir hinna ýmsu stofna. Á þeim tíma geta orðið ófyrirséðar breytingar, bæði á umhverfisþáttum og fiskstofnum. Jafnvel þó stofnstærð væri þekkt, þá greinir menn á um hve mikið eigi að veiða, hvar, hvenær og hvort veiða eigi smáan eða stóran fisk. Þá leiðir skömmtun afla til þess að menn reyna að hámarka verðmætin með því að koma með verðmætasta fiskinn að landi. Geta má þess að Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn. Hvernig hefur gengið í Færeyjum? Dagakerfið var tekið upp 1996 eftir að kvótakerfi upp á íslenska vísu hafði verið innleitt tveimur árum fyrr að kröfu Dana. Að kröfu færeyskra fiskifræðinga var dögum fækkað um 17% fram til ársins 2000 en um 5% frá þeim tíma til dagsins í dag. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa alltaf lagt til sóknarminnkun, oftast um 25-35% á ári, og stundum bann við þorsk- eða ýsuveiðum. Færeyska lögþingið, sem árlega ákvarðar fjölda veiðidaga, hefur ekki farið eftir þessum ráðleggingum. Hefði alltaf verið farið að tillögum um fækkun fiskidaga, en fiskifræðingar hafa umreiknað ráðlagða sóknarminnkun yfir í afla, hefði þorskaflinn einungis orðið 153 þús. tonn 1996-2006 en veidd voru 212 þús. tonn, sem er 39% umfram ráðleggingar. Framúrkeyrsla í ufsa var 69% og í ýsu 38%. Skyldi þá ætla að fiskur væri nú upp urinn, en svo virðist ekki vera. Árin 2005 og 2006 var metveiði af ufsa, 60 þús. tonn hvort ár. Ýsuafli er nú minnkandi og þorskafli er lítill. Heildar botnfiskafli er með mesta móti, hefur vaxið úr 90 þús. tonnum 1996 í 124 þús. tonn 2006. Ekki hafa Færeyingar miklar áhyggur af litlum þorskafla enda þekkt að hann sveiflast mjög mikið og telur forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í Færeyjum að hér sé á ferðinni náttúruleg sveifla en ekki ofveiði. Höfundur er fiskifræðingur. Alþingi Íslendinga ályktaði fyrir nokkrum árum að skoða skyldi kosti og galla færeyska kerfisins, en ekki hefur orðið af því enn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar