Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum 15. júní 2007 16:34 MYND/Hilmar Bragi Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið." Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið."
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira