Innlent

Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjargar gaf vegarkantur sig undan rútunni þannig að hún hallaði á aðra hliðina og greip um sig mikil skelfing meðal farþega um að hún myndi velta. Voru björgunarsveitir á öllu Snæfellsnesi og lögregla og sjúkralið kölluð út en á einhvern hátt tókst að forða slysi.

Ekki liggur fyrir hvort mikill bratti hafi verið þar sem vegurinn gaf sig undan rútunni en hættan mun vera liðin hjá. Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu en lögregla og björgunarsveitarmenn eru á leið á vettvang til að kanna líðan farþeganna. Það var bílstjóri rútunnar sem tillkynnti um óhappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×