Ríkislögreglustjóri með mál Byrgisins 17. janúar 2007 05:15 Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur málefni Byrgisins til rannsóknar. Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu um fjármál Byrgisins til félagsmálaráðuneytisins og ríkissaksóknara. MYND/stefán Ríkissaksóknari hefur vísað máli Byrgisins, sem Ríkisendurskoðun mælti fyrir að yrði skoðað af ríkissaksóknara, til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í efnahagsbrotadeild hjá Ríkislögreglustjóra, í gær. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær gerði Ríkis-endurskoðun athugasemdir við fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins á árunum 2005 og 2006. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ekki hafi verið gerð grein fyrir því hvernig rúmlega 45 milljónum króna hafi verið ráðstafað. Bókhald Byrgisins er í skýrslunni sagt í molum og fjárreiður Byrgisins augljóslega samofnar einkaneyslu starfsmanna, að mestu leyti Guðmundar Jónssonar, sem nýlega hætti störfum sem forstöðumaður Byrgisins. Meðal annars voru 122 þúsund krónur millifærðar af söfnunarreikningi, sem stofnaður var eftir að fyrrverandi skjólstæðingur Byrgisins, Haukur Freyr Ágústsson, lést vegna ofneyslu fíkniefna, yfir á persónulegan reikning Guðmundar Jónssonar. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar hafa þegar fundað með starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins vegna málefna Byrgisins með það að markmiði að taka starfslag og verkferla til endurskoðunar, svo fjármálamisferli af því tagi sem upp hefur komist um endurtaki sig ekki. Vistmennirnir í Byrginu, sem voru sex þegar tekin var ákvörðun um að leggja starfsemina niður eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar kom fram, hefur verið boðið að fara á Hlaðgerðarkot. Það er sjúkrastofnun sem býður upp á stífa meðferð fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur en Samhjálp og velferðarsvið Reykjavíkurborgar munu vinna í sameiningu að því að taka við verkefnum sem Byrgið var með. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir enn óljóst hvort Samhjálp geti tekið við öllum þeim vistmönnum sem hafa verið í Byrginu. Á ríkisstjórnarfundi í gær voru málefni langt leiddra vímuefnaneytenda tekin til umfjöllunar að tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til þess að fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda á víðum grunni. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneytinu. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur vísað máli Byrgisins, sem Ríkisendurskoðun mælti fyrir að yrði skoðað af ríkissaksóknara, til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í efnahagsbrotadeild hjá Ríkislögreglustjóra, í gær. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær gerði Ríkis-endurskoðun athugasemdir við fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins á árunum 2005 og 2006. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ekki hafi verið gerð grein fyrir því hvernig rúmlega 45 milljónum króna hafi verið ráðstafað. Bókhald Byrgisins er í skýrslunni sagt í molum og fjárreiður Byrgisins augljóslega samofnar einkaneyslu starfsmanna, að mestu leyti Guðmundar Jónssonar, sem nýlega hætti störfum sem forstöðumaður Byrgisins. Meðal annars voru 122 þúsund krónur millifærðar af söfnunarreikningi, sem stofnaður var eftir að fyrrverandi skjólstæðingur Byrgisins, Haukur Freyr Ágústsson, lést vegna ofneyslu fíkniefna, yfir á persónulegan reikning Guðmundar Jónssonar. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar hafa þegar fundað með starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins vegna málefna Byrgisins með það að markmiði að taka starfslag og verkferla til endurskoðunar, svo fjármálamisferli af því tagi sem upp hefur komist um endurtaki sig ekki. Vistmennirnir í Byrginu, sem voru sex þegar tekin var ákvörðun um að leggja starfsemina niður eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar kom fram, hefur verið boðið að fara á Hlaðgerðarkot. Það er sjúkrastofnun sem býður upp á stífa meðferð fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur en Samhjálp og velferðarsvið Reykjavíkurborgar munu vinna í sameiningu að því að taka við verkefnum sem Byrgið var með. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir enn óljóst hvort Samhjálp geti tekið við öllum þeim vistmönnum sem hafa verið í Byrginu. Á ríkisstjórnarfundi í gær voru málefni langt leiddra vímuefnaneytenda tekin til umfjöllunar að tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til þess að fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda á víðum grunni. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneytinu.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira