Innlent

Hefði máske átt að fara fyrir Alþingi

Samkomulag ríkisins við Landsvirkjun um nýtingu ríkisjarðar við neðri Þjórsá hefði mögulega átt að fara fyrir Alþingi segir fjármálaráðherra. Það hafi hins vegar ekki verið tímabært þegar það var gert þremur dögum fyrir kosningar.

Í samkomulaginu lýsir landbúnaðarráðuneytið því yfir að það sé tilbúið til að taka upp samningaviðræður við Landsvirkjun um jörðina Þjótanda í Flóahreppi. Þetta hefur verið gagnrýnt, meðal annars af þingflokki Vinstri grænna sem segja samkomulagið í heild sinni stjórnarskrárbrot. Þá hefur Flóahreppi verið synjað um forkaupsrétt sinn á jörðinni vegna þessa samkomulags. Fjármálaráðherra segir samkomulagið hafa verið í tvennu lagi, annars vegar hafi verið samið um nýtingu á vatnsréttindum ríkisins, sem teljist ekki til eigna og hins vegar um jörðina Þjótanda. Hann sagði þann hluta mögulega átt að fara fyrir Alþingi.

Aðspurður hvort það hefði staðið til að gera það seinna sagði Árni að það hefði örugglega þurft að gera varðandi Þjótanda en ekki varðandi vatnsréttindin. Ef vilji væri hins vegar fyrir því væri það vel hægt en málið samkkomulagið ekki fullklárað

Árni vísar því á bug að það hafi verið í hans verkahring að kynna samkomulagið. Fjármálaráðuneytið komi nánast að öllum slíkum samningum en málaflokkarnir séu undir fagráðuneytunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×