Mæju Spæju vefur vígður 24. ágúst 2007 08:00 Framhaldsleikritið um Mæju Spæju gekk vel í ungviðið í sumar. Hefur þitt barn hlaðið því niður af vef? Það er auðvelt núna. Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Þessi viðburður var haldinn á samhæfðum tíma um allt Ísland, því Útvarpsleikhúsið tók höndum saman við 29 bókasöfn - allt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði- sem buðu börnum að koma og hlusta á útvarpsleikrit, nokkuð sem börn eru hætt að gera enda hafa íslenskar útvarpsstöðvar haft lítinn áhuga að ná sambandi við þau. Nú eru lokatölur komnar frá söfnunum sem tóku þátt, og tölurnar voru ekki af verri endanum. Alls mættu 837 börn á Mæju Spæju daginn. Það er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri gestir en rúmast á frumsýningar leikrita og kvikmynda. Mikil ánægja er með þátttökuna, og að því tilefni sagði Áslaug Óttarsdóttir, formaður samtaka almenningsbókasafna í tölvupósti til Útvarpsleikhússins: „Við áttum ekki von á svona stórum hlustendahóp þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Menn eru mjög ánægðir með framtakið.“ Verkið er, eins og önnur leikverk Útvarpsleikhússins, aðgengilegt á RUV; mikil aðsókn hefur verið í að hlusta á verkið þar. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna sérstakan Mæju Spæju vef ~ http://www.ruv.is/heim/vefir/maejaspaeja/ en þar gefst áhugasömum kostur á að hlusta á alla níu þætti verksins eins oft og þá lystir. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Þessi viðburður var haldinn á samhæfðum tíma um allt Ísland, því Útvarpsleikhúsið tók höndum saman við 29 bókasöfn - allt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði- sem buðu börnum að koma og hlusta á útvarpsleikrit, nokkuð sem börn eru hætt að gera enda hafa íslenskar útvarpsstöðvar haft lítinn áhuga að ná sambandi við þau. Nú eru lokatölur komnar frá söfnunum sem tóku þátt, og tölurnar voru ekki af verri endanum. Alls mættu 837 börn á Mæju Spæju daginn. Það er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri gestir en rúmast á frumsýningar leikrita og kvikmynda. Mikil ánægja er með þátttökuna, og að því tilefni sagði Áslaug Óttarsdóttir, formaður samtaka almenningsbókasafna í tölvupósti til Útvarpsleikhússins: „Við áttum ekki von á svona stórum hlustendahóp þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Menn eru mjög ánægðir með framtakið.“ Verkið er, eins og önnur leikverk Útvarpsleikhússins, aðgengilegt á RUV; mikil aðsókn hefur verið í að hlusta á verkið þar. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna sérstakan Mæju Spæju vef ~ http://www.ruv.is/heim/vefir/maejaspaeja/ en þar gefst áhugasömum kostur á að hlusta á alla níu þætti verksins eins oft og þá lystir.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira