Innlent

Leitað að göngumanni á Síldarmannagötum

Leit stendur yfir að karlmanni á áttræðisaldri sem varð viðskila við gönguhóp á leið um Síldarmannagötur, frá Hvalfirði í Skorradal. Maðurinn dróst aftur úr gönguhópnum þar sem hann var ferðlúinn og fannst svo ekki þegar einn úr hópnum hljóp til baka. Maðurinn er ekki illa búinn og heilsuhraustur miðað við aldur.

Maðurinn varð viðskila við hópinn um hálfsexleytið, líkast til í botni Grafardals. Björgunarfólk úr héraðinu hefur verið kallað út til leitar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×