Innlent

Foreldrar fá umönnunargreiðslur

Foreldrar sem vilja eyða meiri tíma með börnum sínum geta fengið umönnunargreiðslur í Reykjanesbæ frá og með næstu mánaðamótum.
Foreldrar sem vilja eyða meiri tíma með börnum sínum geta fengið umönnunargreiðslur í Reykjanesbæ frá og með næstu mánaðamótum. MYND/Getty

Reykjanesbær mun frá og með næstu mánaðamótum greiða umönnunargreiðslur til foreldra. Tilgangurinn með greiðslunum er að gefa foreldrum aukinn möguleika á samvistum við ung börn sín. Greiddar verða þrjátíu þúsund krónur til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs.

Til að öðlast rétt á þessum greiðslum þurfa foreldrar að sækja kynningu á vegum Reykjanesbæjar innan þriggja mánaða frá því að greiðslur hefjast. Þar verður fjallað um grundvallaratriði í uppeldi barna, skyldur foreldra í uppeldishlutverki, fjallað um þroska barna og þjónustu bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×