Innlent

Þakka bílbeltum og líknarbelgjum lífið

Þrennt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Snæfellsnesvegi á Mýrum, til móts við bæinn Fíflholt, á þriðja tímanum í dag. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og þakkar lögregla bílbeltum og líknarbelgjum að ekki fór verr fyrir fólkinu en ekkert þeirra er í lífshættu.

Ökumaður jeppans hlaut brjóstholsáverka og farþegi í fólksbílnum áverka á höfði, auk þess hlutu öll einhver beinbrot á útlimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×