Lífið

Til allra átta

Spennandi blanda Tónlistarhópurinn Sjan áron.
Spennandi blanda Tónlistarhópurinn Sjan áron.

Tónlistarhópurinn Sjan áron heldur þrenna tónleika á næstunni og flytur fjölbreytta efnisskrá úr ólíkum áttum, þar á meðal íslensk og írsk þjóðlög. Félagar í hópnum eru menntaðir í klassískri tónlist og jazz, auk tangótónlistar svo úr verður áheyrileg og spennandi blanda.

Í hópnum eru söngkonan Heiða Árnadóttir, Simon Jermyn leikur á gítar, Ananta Roosens á fiðlu og Joachim Badenhorst sem leikur á klarinett en þau hittust þegar þau voru við nám í Hollandi og hafa spilað saman síðan.

Hópurinn leikur í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld, í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld og á föstudaginn leika þau í Ketilhúsinu á Akureyri í tilefni af Listasumri þar í bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.