Tap fyrir Hollandi
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun.