Innlent

Um átta tonn bóka á bókamarkaði Braga

Um átta tonn bóka eru nú til sölu á bókamarkaði Fornbókabúðinnar Bókin á Klapparstígnum. Óhætt er að segja að þar sé eitt og annað áhugavert að finna.

Fornbókabúðin Bókin er eitt af helstu kennileitum Hverfisgötunnar en eigandi hennar, Bragi Kristjónsson, sem hefur rekið búðina í þrjátíu ár. Bragi hefur nú opnað markað sem er steinsnar frá bókabúðinni en þar er að finna um átta tonn bóka eða um 20 þúsund bókatitla. Bækurnar eru á spottprís en þær kosta frá 100 til 300 krónur stykkið. Bragi segir að fastakúnnar sínir skipti þúsundum og eru þeir á öllum aldri. Hann segir viðskiptavini sína vera með misjöfn áhugasvið.

Það eru þó ekki einungis bækur sem vekja athygli viðskiptavina búðarinnar. Eitt sinn var þar forláta veggmynd af Marilyn Monroe sem vakti gjarnarn mikla athygli viðskiptavina Braga en einhver óprúttin bókaormur klifraði upp á borð og nappaði veggmyndinni sem hékk neðan úr loftinu. Bragi hefur góða yfirsýn yfir alla þá speki og fræði sem fyrirfinnst innan veggja búðarinnar og á markaðinum. Hann veit nákvæmlega hvaða bækur eru til í búð sinni og hverjar ekki. Bragi segir bókasöluna ganga vel og alltaf sé nokkur reitingur af fólki, Íslendingum sem og útlendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×