Innlent

Stríð þó vopnahlé sé í gildi

Íslenskur friðargæsluliði slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk nálægt dvalarstað hans í borginni Batticaloa á Sri Lanka. Enginn lét lífið í árásinni og enginn særðist. Fimm íslenskir friðargæsluliðar eru að störfum á Sri Lanka.

Árni Helgason, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Sri Lanka, segir ljóst að stríð geysi í landinu þó vopnahlé sé í gildi. Árni er hann staðsettur í höfuðborginni Colombo en í ágúst í fyrra opnaði stofnunin skrifstofu þar í borg. Það er verkefni starfsmann hennar að aðstoða íbúa á Sri Lanka í sjávarútvegsmálum. Árni er eini starfsmaðurinn sem stendur en von er á fleirum í febrúar.

Síðasti mánuður hefur verið afar blóðugur á Sri Lanka og talið að um hundrað hafi fallið í ýmsu árásum. Norræna friðargæsluliðið sendi frá sér harorða yfirlýsingu vegna ástandsins fyrir helgi og segir uppreisnarmönnum Tamíla og stjórnvöldum um að kenna.

Árni segir að allt í allt séu um 15 Íslendingar á Sri Lanka núna. Hann segist ekki óttast sérstaklega um öryggi sitt þar sem hann sé staðsettur nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×