Erlent

Hefnd gegn stingskötunum

Gaddar á hala stingskötunnar eru eitraðir en valda sjaldnast dauða, nema ef þeir lenda nærri mikilvægum líffærum, eins og í tilfelli Irwins.
Gaddar á hala stingskötunnar eru eitraðir en valda sjaldnast dauða, nema ef þeir lenda nærri mikilvægum líffærum, eins og í tilfelli Irwins.

Að minnsta kosti 10 stingskötur hafa fundist dauðar og illa leiknar á austurströnd Ástralíu. Tvær skatanna fundust með afskorinn hala og óttast dýraverndunarsinnar að stingsköturnar hafi verið drepnar í eins konar hefndaraðgerð fyrir dauða sjónvarpsmannsins vinsæla Steve Irwin sem lést þegar stingskata stakk hann í hjartastað á mánudaginn í síðustu viku.

Minningarathöfn um Irwin verður haldin á Suncorp leikvanginum í Brisbane í Ástralíu á morgun. Leikvangurinn tekur 50 þúsund manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×