Erlent

Karr kominn til Bandaríkjanna

John Mark Karr.
John Mark Karr. Mynd/AP

John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða. Hann var ekki handjárnaður í flugvélinni en var færður í hágæslufangelsi við komuna til Los Angeles. Hann verður síðan fluttur til Colorado þar sem réttað verður yfir honum vegna ákæru um morð, mannrán og kynferðisafbrota gegn fegurðardrottningunni barnungu fyrir tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×