Innlent

Kallar skýrslu Alcoa "sýndarplagg"

Matsáætlun Alcoa á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði hefur verið skilað, hálfu ári eftir áætlaðan tíman. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur segir í fréttatilkynningu sem hann sendi nýverið frá sér að skýrsla þessi sé í raun "sýndarplagg" þar sem bygging verksmiðjunnar sé nú langt á veg komin þótt mat á umhverfisáhrifum sé lögum samkvæmt grunnforsenda fyrir slíkri framkvæmd.

Hjörleifur gagnrýnir jafnframt að Alcoa geri ráð fyrir þurrhreinsun á losun mengandi efna út í andrúmsloftið. Hann telur heppilegra að svokallaðri vothreinsun yrði beitt og bendir á að það er meginregla í mengunarvörnum álvera í Noregi og telur rök Alcoa fyrir þurrhreinsun á mengandi efnum ýkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×