Lífið

Þórdís ríður á vaðið í nýrri þáttaröð

þórdís elva Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman stjórnar fyrsta þættinum í þáttaröðinni Á sumarvegi.
þórdís elva Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman stjórnar fyrsta þættinum í þáttaröðinni Á sumarvegi. MYND/e.ól.

Þáttaröðin "Á sumarvegi" hefur göngu sína á Rás 1 á mánudag.

Í þessari nýju þáttaröð munu tuttugu og fimm þáttastjórnendur úr hinum ýmsu geirum samfélagsins stjórna jafnmörgum þáttum og segja hlustendum frá áhrifavöldum í sínu lífi, deila sínum hjartans málum með hlustendum, spila tónlist sem er í uppáhaldi og velja efni úr safnadeild útvarpsins.

Þáttaröðin verður á dagskrá alla virka daga kl. 13.15 í júlí og fyrstu vikuna í ágúst.

Fyrsti þáttastjórnandinn verður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman en hún vakti mikla athygli fyrir leikrit sitt Hungur sem sett var upp síðasta vetur í Borgarleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.