Innlent

Til bjargar íslenskum ljóðum

Hingað til hafa ljóðabækur Nýhil verið seldar í gegnum síma en nú er fyrirhuguð  að opna ljóðabúð.
Hingað til hafa ljóðabækur Nýhil verið seldar í gegnum síma en nú er fyrirhuguð að opna ljóðabúð. MYND/Valgarður Gíslason

Nýhil hyggur á nútímahandritasöfnun til bjargar ljóðabókum sem grotna í kjöllurum landsmanna. Í fréttatilkynningu frá þeim er lýst eftir óseldum upplögum frá útgefendum sem eru búnir að leggja upp laupana eða bókum sem fólk hefur framleitt og selt á eigin vegum. Ljóðin og önnur list verða til sölu í fyrirhugaðri ljóða- og listabúð samtakanna sem opnar á næstu vikum.

Þeir sem eiga ljóð í nauðum geta haft samband við Viðar Þorsteinsson, útgáfustjóra Nýhil eða sent póst á nyhil@nyhil.org.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×