Paul Arizin látinn 13. desember 2006 22:17 Paul Arizin lék lengst af með Philadelphia Warriors og fann stökkskotið upp af tilviljun NordicPhotos/GettyImages Bandaríska körfuboltagoðsögnin Paul Arizin sem fyrir nokkrum árum var útnefndur einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar, lést á heimili sínu í Philadelphia gærkvöldi, 78 ára að aldri. Arizin var kosinn besti leikmaður deildarinnar árið 1952 og var einn fyrsti maðurinn til að notast við stökkskotið á sínum tíma, en það er nú undirstöðuatriði allra körfuboltaiðkenda. Arizin er jafnan nefndur upphafsmaður stökkskotsins í NBA ásamt Joe Fulks. Það var nokkuð einkennileg tilviljun sem réð því að Arizin tók að skjóta með þessum hætti, en síðan er stökkskotið orðið jafn eðlilegur hluti af leiknum og boltinn sjálfur. "Það var nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom allt saman til," sagði Arizin í viðtali árið 1998. "Það voru oft haldin böll í íþróttahúsinu þar sem við æfðum og gólfin voru því oft mjög hál. Mér gekk því erfiðlega að fóta mig í sveifluskotunum og prófaði því að þróa það að skjóta í loftinu." Arizin var valinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar árið 1996 og fékk sæti í heiðurshöllinni árið 1978. Hann spilaði með liði Philadelphia Warriors á árunum 1951-62 og var tvisvar stigakóngur deildarinnar. Ariza skoraði að meðaltali 22,8 stig í leik á ferlinum og hirti 8,6 fráköst og var lykilmaður í meistaraliði Warriors árið 1956 en lét sér ekki muna um að taka sér tveggja ára frí þegar hann var upp á sitt besta til að gegna herþjónustu í Kóreustríðinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Bandaríska körfuboltagoðsögnin Paul Arizin sem fyrir nokkrum árum var útnefndur einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar, lést á heimili sínu í Philadelphia gærkvöldi, 78 ára að aldri. Arizin var kosinn besti leikmaður deildarinnar árið 1952 og var einn fyrsti maðurinn til að notast við stökkskotið á sínum tíma, en það er nú undirstöðuatriði allra körfuboltaiðkenda. Arizin er jafnan nefndur upphafsmaður stökkskotsins í NBA ásamt Joe Fulks. Það var nokkuð einkennileg tilviljun sem réð því að Arizin tók að skjóta með þessum hætti, en síðan er stökkskotið orðið jafn eðlilegur hluti af leiknum og boltinn sjálfur. "Það var nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom allt saman til," sagði Arizin í viðtali árið 1998. "Það voru oft haldin böll í íþróttahúsinu þar sem við æfðum og gólfin voru því oft mjög hál. Mér gekk því erfiðlega að fóta mig í sveifluskotunum og prófaði því að þróa það að skjóta í loftinu." Arizin var valinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar árið 1996 og fékk sæti í heiðurshöllinni árið 1978. Hann spilaði með liði Philadelphia Warriors á árunum 1951-62 og var tvisvar stigakóngur deildarinnar. Ariza skoraði að meðaltali 22,8 stig í leik á ferlinum og hirti 8,6 fráköst og var lykilmaður í meistaraliði Warriors árið 1956 en lét sér ekki muna um að taka sér tveggja ára frí þegar hann var upp á sitt besta til að gegna herþjónustu í Kóreustríðinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira