Loks vann Washington á útivelli 7. desember 2006 14:40 Gilbert Arenas skoraði 38 stig gegn New York í nótt, en New York hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli í vetur enda baula áhorfendur í Madison Square Garden oftar en ekki á liðið þegar illa gengur NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar. Cleveland vann nauman sigur á frísku liði Toronto 95-91 í beinni útsendingu á NBA TV, en þar var það góður sprettur LeBron James í lokin sem tryggði heimamönnum sigurinn. James skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland en Chris Bosh skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto. Indiana skellti Orlando á heimavelli sínum 94-80 en þetta var aðeins 6. tap Orlando á leiktíðinni. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Orlando en þeir Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 26 hvor fyrir Indiana. San Antonio lagði Charlotte á útivelli 96-76. Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Sean May skoraði 18 stig fyrir Charlotte, sem lagði San Antonio mjög óvænt á útivelli fyrir skömmu. Nýliðinn Rudy Gay tryggði Memphis góðan útisigur á Boston 98-96 í viðureign tveggja liða sem eiga í vandræðum með meiðsli lykilmanna. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis en Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir heimamenn. Milwaukee skellti Portland á heimavelli sínum 102-94 eftir framlengdan leik þar sem heimamenn voru undir nánast allan leikinn. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee en Jarrett Jack skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst. Minnesota vann óvæntan sigur á Houston 90-84 þar sem Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Rafer Alston og Luther Head skoruðu 16 hvor fyrir Houston. Yao Ming og Tracy McGrady hjá Houston nýttu samtals 10 af 40 skotum sínum í leiknum. Chicago vann sjötta leik sinn í röð með því að valta yfir Philadelphia 121-94. Ben Gordon skoraði 17 af 31 stigi sínu af varamannabekknum á sex mínútum í fyrsta leikhluta - sem Chicago vann 39-16. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en þurfti að fara af velli meiddur í baki. Atlanta vann mjög óvæntan sigur á Denver á útivelli 98-96. Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta en Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 11 stig, hirti 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Loks vann New Orleans góðan útisigur á LA Lakers 105-89. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers þrátt fyrir ökklameiðsli, en Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, Rashual Butler skoraði 22 stig og Jannero Pargo bætti við 21 stigi af bekknum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar. Cleveland vann nauman sigur á frísku liði Toronto 95-91 í beinni útsendingu á NBA TV, en þar var það góður sprettur LeBron James í lokin sem tryggði heimamönnum sigurinn. James skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland en Chris Bosh skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto. Indiana skellti Orlando á heimavelli sínum 94-80 en þetta var aðeins 6. tap Orlando á leiktíðinni. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Orlando en þeir Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 26 hvor fyrir Indiana. San Antonio lagði Charlotte á útivelli 96-76. Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Sean May skoraði 18 stig fyrir Charlotte, sem lagði San Antonio mjög óvænt á útivelli fyrir skömmu. Nýliðinn Rudy Gay tryggði Memphis góðan útisigur á Boston 98-96 í viðureign tveggja liða sem eiga í vandræðum með meiðsli lykilmanna. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis en Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir heimamenn. Milwaukee skellti Portland á heimavelli sínum 102-94 eftir framlengdan leik þar sem heimamenn voru undir nánast allan leikinn. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee en Jarrett Jack skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst. Minnesota vann óvæntan sigur á Houston 90-84 þar sem Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Rafer Alston og Luther Head skoruðu 16 hvor fyrir Houston. Yao Ming og Tracy McGrady hjá Houston nýttu samtals 10 af 40 skotum sínum í leiknum. Chicago vann sjötta leik sinn í röð með því að valta yfir Philadelphia 121-94. Ben Gordon skoraði 17 af 31 stigi sínu af varamannabekknum á sex mínútum í fyrsta leikhluta - sem Chicago vann 39-16. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en þurfti að fara af velli meiddur í baki. Atlanta vann mjög óvæntan sigur á Denver á útivelli 98-96. Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta en Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 11 stig, hirti 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Loks vann New Orleans góðan útisigur á LA Lakers 105-89. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers þrátt fyrir ökklameiðsli, en Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, Rashual Butler skoraði 22 stig og Jannero Pargo bætti við 21 stigi af bekknum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira