Innlent

Tvö fíkniefnamál og innbrot í nótt

Tvö fíkniefnamál komu upp á landinu í nótt. Á Akureyri var maður handtekinn við veitingastað með átta grömm af ætluðu amfetamíni, tvær e-töflur og lítilræði af hassi. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá manninum og fundust þar loftbyssa og tveir ólöglegir hnífar. Málið telst upplýst.

Í Reykjanesbæ voru tveir menn handteknir undir morgun eftir að amfetamín fannst á þeim. Það mál hefur verið afhent rannsóknarlögrelunni.

Þá var brotist var inn í verslunina Síðu í Glerárþorpi á Akureyri og stolið sígarettum og einhverjum peningum. Tilraun var gerð til innbrots í leikskóla í bænum en nágranni hringdi og tilkynnti um brothljóð. Þegar lögregla kom á staðinn hitti hún fyrir mann sem talinn er tengjast tilrauninni. Bæði málin eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×