Erlent

Myndband veldur pólitískri deilu

David Cameron, formaður Íhaldsflokksins í Bretlandi.
David Cameron, formaður Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Pólitísk deila hefur sprottið upp í Bretlandi eftir að þingmaður Verkamannaflokksins birti myndband á vefnum sem er skopstæling af myndbandi formanns Íhaldsflokksins.

David Cameron formaður Íhaldsflokksins heldur úti vefsíðu þar sem hann talar við vefmyndavél (WebCameron) eins og kjósendur, og veltir upp ýmsum málum og skoðunum sínum á þeim.

Eitt myndskeiðið sýnir hann tala um málefni í eldhúsinu heima hjá sér á meðan hann vaskar upp og sinnir börnunum.

Nú hefur Sion Simon þingmaður Verkamannaflokksins skopstælt myndbandið og birt á YouTube vefsíðunni.

Á myndskeiðinu hermir Simon eftir Cameron og býður kjósendum meðal annars að sofa hjá konu Camerons.

Simon sem klæðist hafnarbolta húfu og stuttermabol kallar sjálfan sig Dave og kynnir sig þannig "Yo, ég heiti Dave, yeah. Ég er bara eins og þú. Ég hef sömu áhyggjur, sömu vandamál..."

"Viltu sofa hjá konunni minni? Það er svalt. Komdu bara, tékkaðu á því, við reddum því. Öruggt."

Þingmenn Íhaldsflokksins voru síður en svo svalir út af myndbandinu. Einn þeirra Peter Luff sagði að Simon ætti að skammast sín.

Simon sagði Sky fréttastofunni að vef-verkefni Camerons væri grunnhyggin tilraun til að ná til yngra fólks, en hann mynd fjarlægja skopstælinguna af vefnum ef Cameron bæði hann um það.

Flokksmenn úr herbúðum Camerons sögðust vera rólegir út af myndbandinu. Einn þeirra sagði: "Sion Simon er ekki einhver sem við tökum alvarlega. Hinn raunverulegi WebCameron er mun áhugaverðari."

Sjáið vefverkefni Camerons

Sjáið skopstælinguna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×