Innlent

Fíkniefni fundust í bíl á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöldi þrjá unga menn eftir að fíkniefni og neysluáhöld fundust í bíl þeirra, en þeir voru að koma akandi frá Reykjavík. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma, sem lögregla stöðvar bíla með fíkniefni á leið til Akureyrar, en á sunnudagskvöldið fundust hátt í 30 grömm af fíkniefnum við leit í bíl, sem var að koma að sunnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×