Erlent

Þjóðþekktur hafnarboltamaður lést í flugslysi

Cory Lidle hafnarboltakastari New York Yankees var áður leikmaður Philadelphia Phillies.
Cory Lidle hafnarboltakastari New York Yankees var áður leikmaður Philadelphia Phillies. MYND/AP
Tveir létust þegar lítil einkaflugvél flaug á fimmtíu hæða háhýsi á Manhattan í New York í gær. Báðir hinna látnu voru í flugvélinni, en annar þeirra var þjóðþekktur hafnarboltamaður hjá New York Yankees liðinu. Hann hét Cory Lidle, var með einkaflugmannspróf og hafði ítrekað fullvissað fjölmiðla um öryggi hans í flugi, en lið hans missti leikmann í flugslysi fyrir aldarfjórðungi. Sá var líka flugmaður og var við stjórn vélarinnar.

Vélin skall á 30. og 31. hæð byggingarinnar og logandi braki úr vélinni ringdi niður af niður á gangstétt í austurhluta 72. strætis. Atburðurinn minnti vegfarendur óneitanlega á hryðjuverkin í borginni fyrir fimm árum síðan.

Ekkert bendir þó til að um hryðjuverk hafi verið að ræða nú, en orrustuvélar voru sendar af stað og gættu háhýsa í nokkrum borgum Bandaríkjanna. Flugmálayfirvöld sögðu of snemmt að segja til um hvað olli slysinu, en neyðarkall barst frá vélinni, sem var einshreyfilsvél og í eigu Lidle, skömmu fyrir áreksturinn.

AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×