Innlent

Eldur í átta íbúða blokk á Kjalarnesi

Engan sakaði þegar eldur kom upp í átta íbúða fjölbýlishúsi við Jöfragrund á Kjalarnesi um klukkan hálf þrjú í nótt. Í fyrstu var slökkviliðinu tilkynnt að íbúar á efri hæð kæmust ekki út, þar sem eldurinn logaði í utanáliggjandi stigagangi. Fjölmennt lið var því sent á vettvang ásamt fimm sjúkrabílum. Þegar til kom hafði fólkið komist niður um stiga sem nágranni hafði reist við húsið. Slökkvistarf gekk vel en reykur komst inn í nokkrar íbúðir. Þær voru reykræstar, en íbúar þeirra dvöldu þrátt fyrir það annars staðar í nótt. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×