Innlent

Bæjarstjóri Akureyrar sækist eftir fyrsta sæti

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi.

Kristján er sá þriðji sem sækist eftir fyrsta sætinu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hafa þegar sóst eftir sætinu.

Halldór Blöndal leiddi listann fyrir síðstu kosningar, en hann ætlar að hætta á þingi í lok kjörtímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×