Erlent

Fjórir hafa fundist látnir

Nú er ljóst að fjórir fórust í flugslysinu suður af Bergen í Noregi.  Þrír fundust látnir inni í vélarflakinu og fyrir stundu tilkynntu björgunarmenn að þeir hefðu fundið þann fjórða. Alls voru 16 um borð og það þykir ganga kraftaverki næst að 12 skuli hafa komist lífs af án þess að slasast lífhættulega.

Vélin var fjögurra hreyfla þota af gerðinni Brithish Aerospace-146 frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways, sömu gerðar og félagið notar til áætlunarflugs hingað til lands. Hún rann út af flugbraut við lendingu á Storð, suður af Bergen í Noregi, og varð alelda á svipstundu. Hún var í leiguflugi í Noregi fyrir norkst flugfélag og var að koma frá Stafanger áleliðis til Molde með starfsmenn gasvinnnslufyrirtækisins Aker Kværner. (Norskir fjölmiðlar greina frá því að samskonar vélar frá færeyska flugfélaglinu hafi tvisvar þurft að nauðlenda í Noregi að undanförnu vegna bilana.)Myndbrot frá slysstaðnum

AP
AP
TV-2
TV-2
TV-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×