Sport

Króatar ekki hræddir við Englendinga

Króatar tóku létta æfingu gegn Andorra á laugardaginn, lekurinn endaði 7-0 fyrir Króata
Króatar tóku létta æfingu gegn Andorra á laugardaginn, lekurinn endaði 7-0 fyrir Króata MYND/AP

Aðstoðarþjálfari Króata Aljosa Asanovic, fyrrum leikmaður Derby, segir að Steve McClaren þjálfari Englendinga muni ekki þora að eiga við leikkerfi sitt fyrir leikinn gegn Króötum.

McClaren hefur gefið það í skyn að hann hyggist breyta leikkerfinu úr 4-4-2, sem gekk brösuglega gegn Makedóníu yfir í 3-5-2 fyrir leikinn í Zagreb.

Asanovic hefur enga trú á því að McClaren breyti til, "hann mun ekki breyta, hann dirfist ekki," sagði Asanovic.

"Við virðum Englendinga en erum alls ekki hræddir við þá," sagði hann í lokinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×