Sport

Völlurinn eins og malbik

Heimavöllur Skonto í Riga, vettvangur landsleiksins í kvöld.
Heimavöllur Skonto í Riga, vettvangur landsleiksins í kvöld.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Lettlandi eru eins og best verður á kosið. Úti er 15 stiga hiti og logn en skýin eru dökk, gæti farið að rigna. Það er farið að rökkva og því hefur verið kveikt á flóðlýsingunni á heimavelli Skonto í Riga þar sem Ísland og Lettland mætast í kvöld.

Það eina sem gæti komið í veg fyrir úrvalsknattspyrnu í kvöld er að völlurinn er frekar þröngur og harður eins og malbik.

Leikvangurinn tekur 9000 manns í sæti og það er löngu orðið uppselt. Það mun ekki heyrast hátt í þeim fáu Íslendingum sem á vellinum eru.

Við hinir munum fylgjast með okkar mönnum við kjöraðstæður ca. 26 gráðu hita heima í stofu. Hörður Magnússon ætlar svo að lýsa fyrir okkur því sem fram fer í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×