Erlent

Xangsane kostar 119 manns lífið

Móðir og barn horfa á þá sem komust lífs af úr aurskriðu austur af Manila á Filippseyjum.
Móðir og barn horfa á þá sem komust lífs af úr aurskriðu austur af Manila á Filippseyjum.
Fellibylurinn Xangsane sem gengið hefur yfir Asíu hefur kostað 119 manns lífið og búist er við að tala látinna hækki enn frekar.

Tugir þúsunda eru heimilislausir eftir að fellibylurinn skall á Filippseyjum og Vietnam. Hafnarborgin Danang fór afa illa í flóðinu, þar létust 26, aðallega vegna húsa sem féllu til jarðar í aurskriðum.

Yfir tvö hundruð þúsund íbúar voru fluttir á brott frá 9 strandhéruðum í Víetnam sem óttast var að yrðu verst úti.

Yfirvöld segja eyðilegginguna af völdum stormsins vera metna á ríflega þrjú hundruð milljónir bandaríkjadala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×