Erlent

Múffínutoppar og grjóst

París Hilton er fræbreimsk - fræg, byrjandi og heimsk - samkvæmt nýrri bók.
París Hilton er fræbreimsk - fræg, byrjandi og heimsk - samkvæmt nýrri bók. MYND/Starcelebs

 

Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi.

Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar.

Sólrexía (tanorexic) er lýsing á þeim sem halda sér brúnum og grönnum. Sá sem er fræbreimskur (celebutard) - er frægur, byrjandi og heimskur, gaurar með brjóst eru með grjóst.

Múffínutoppar eru holdið sem birtist upp úr buxnastrengjum, sérstaklega þegar björgunarhringurinn er ber.

Í bókinni, I smirt, You Stooze, They Krump, er því haldið fram að orðin séu þegar orðin hluti af enskri tungu. Lýsingarnar eru teknar af orðavefnum Collins Word Web sem fylgist með nýyrðum.

Elaine Higgleton, hjá HarperCollins útgáfunni, á hugmyndina að bókinni. Hún sagði við breska dagblaðið Daily Express: "Enska er óendanlega skapandi og hræðilega ágjörn."

Hún sagði að síðustu 18 mánuði hefði flóðbylgja nýyrða gengið yfir hinn enskumælandi heim.

Fréttavefur Sky greindi frá þessu.

http://www.collins.co.uk/wordexchange/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×