Erlent

Fimm látnir eftir hrun brúar

Brúin hrundi innan við klukkutíma eftir að starfsmaður samgönguráðuneytis hafði úrskurðað hana örugga.
Brúin hrundi innan við klukkutíma eftir að starfsmaður samgönguráðuneytis hafði úrskurðað hana örugga. MYND/AP

 

 

Brú á mislægum gatnamótum við Montreal í Kanada hrundi á laugardag. Bílar sátu fastir í rústunum á meðan björgunarsveitir unnu að því að komast að tveimur bílum sem voru undir steypuhrúgunnni. Fimm manns eru látnir og sex slasaðir, þar af þrír alvarlega.

 

 

Fjöldi ökumanna hringdi í lögreglu og tilkynnti um steypubita sem féllu úr brúnni rúmri klukkustund áður en hún hrundi og var starfsmaður frá samgönguráðuneyti Quebec sendur á staðinn. Hann úrskurðaði brúnna örugga og taldi ástæðulaust að loka henni.

 

Samgönguráðherra, Michel Despres, sagði að brúin hefði verið skoðuð á síðasta ári. "Tæknilega var ekkert sem gaf til kynna að þetta gæti gerst."

 

Brúin er byggð fyrir 35 árum, en venjulegur líftími er 70 ár.

 

Allar samskonar brýr verða skoðaðar á næstu dögum.

 

Yfirvöld í Quebec hafa óskað eftir opinberri rannsókn á slysinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×