Innlent

16 ára gítarleikari vann

Fimm þátttakendur urðu efstir í undankeppnum sem hafa staðið yfir síðastliðið hálft ár og kepptu til úrslita í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Fjöldi tónlistarnema hefur notið handleiðslu pólskra tónlistarkennara um allt land um árabil og þótti því við hæfi að halda úrslitin á pólskri menningarhátíð sem staðið hefur í Reykjavík frá því á fimmtudag. Tónlistarmennirnir fimm léku mismunandi verk eftir pólsk tónskáld og þótti Snorri Hallgrímsson nemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar túlka sitt verk best og fékk hann að launum ferð fyrir tvo til Krakár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×