Innlent

Engin óhöpp í myrkvuninni

Engin óhöpp urðu þrátt fyrir gríðarlega bílaumferð var á höfuðborgarsvæðinu eftir að götulýsing var slökkt í gærkvöldi og mátti minnstu muna að óhöpp yrðu, að sögn lögreglu. Bílum var lagt út um allt og fólk var á gangi án endurskinsmerkja í myrkrinu og umferðinni. Þrátt fyrir að slökkt hafi verið á götuljósum, loguðu ljós í fyrirtækjum og stofnunum út um alla borg og flóðljós voru á Fram vellinum og Stjörnuvellinum í Garðabæ. Unglingar söfnuðust saman á nokkrum stöðum en ekki kom til vandræða, að sögn lögreglu. Þá notuðu margir tækifærið til að skjóta upp flugeldum. Lítið sást hinsvegar til stjarna, sem átti að vera aðal tilgangurinn með myrkvuninni. Í Reuters frétt sem birtist í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum í dag, þar á meðal Washington Post, er haft eftir Andra Snæ Magnasyni, sem átti hugmyndina að myrkvuninni, að hann hefði helst viljað hafa heiðskírt en ekki yrði á allt kosið. Reuters hefur eftir Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að lögreglan hafi getað notað tækifærið sem æfingu fyrir allsherjarafmagnsleysi í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×