Innlent

Átta á slysadeild eftir árekstur lögreglubíls og fólksbíls

Átta manns voru fluttir á slysadeild eftir talsvert harðan árekstur fólksbíls og lögreglubíls á Höfðabakkabrú upp úr hálftvö. Þar af voru fimm börn sem voru farþegar í fólksbílnum. Meiðsl allra voru minniháttar, sem má teljast mikil mildi þar sem börnin voru ekki öll í öryggisbelti og þar að auki var einum of margir farþegar í bílnum.

Lögreglubíllinn var í forgangsakstri á leið að öðru slysi þar sem mótorhjólamaður hafði oltið af hjóli sínu í Grafarvogi, og fór lögreglan yfir á rauðu ljósi með sírenur og blá blikkandi ljós. Mótorhjólamaðurinn var einnig fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×